Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Starfsfólk á sjúkrahúsi í Milton Keynes sést hér tilbúið til að taka á móti Bretum sem fluttir voru frá Wuhan á dögunum. vísir/getty Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira