Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Starfsfólk á sjúkrahúsi í Milton Keynes sést hér tilbúið til að taka á móti Bretum sem fluttir voru frá Wuhan á dögunum. vísir/getty Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira