Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 06:34 Þúsundir lögreglumanna vinna nú því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem talið er að hafi verið í næturklúbbahverfi Seúl þegar sýkingin kom upp. Getty/Chung Sung-Jun 101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira