Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 13:42 Teikning af Assange í réttarsal í morgun. AP/Elizabeth Cook Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent