Erlent

Sak­­sóknari í Sví­­þjóð leggur niður rann­­sókn á máli Ass­an­­ge

Atli Ísleifsson skrifar
Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum.
Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum.

Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. Nýjar yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins, en síðan hefur ekkert heyrst frá saksóknurum.

Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010, en stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni.

Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.

Saksóknarinn Eva-Marie Persson greindi frá ákvörðuninni um að leggja niður rannsóknina á blaðamannafundi í hádeginu.

Bandarísk stjórnvöld vilja fá Assange framseldan en það verður tekið til meðferðar í febrúar á næsta ári. Assange á yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir brot á njósnalögum og að hafa lekið trúnaðargögnum.


Tengdar fréttir

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.