Erlent

Sak­­sóknari í Sví­­þjóð leggur niður rann­­sókn á máli Ass­an­­ge

Atli Ísleifsson skrifar
Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum.
Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum.
Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. Nýjar yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins, en síðan hefur ekkert heyrst frá saksóknurum.Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010, en stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni.Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.Saksóknarinn Eva-Marie Persson greindi frá ákvörðuninni um að leggja niður rannsóknina á blaðamannafundi í hádeginu.Bandarísk stjórnvöld vilja fá Assange framseldan en það verður tekið til meðferðar í febrúar á næsta ári. Assange á yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir brot á njósnalögum og að hafa lekið trúnaðargögnum.


Tengdar fréttir

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.