Ragnar með tilboð frá Skandinavíu og Tyrklandi: Til í að prófa Asíu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2020 12:30 Ragnar í landsleik gegn Sviss á síðasta ári. vísir/epa Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu. Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu.
Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10
Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48