Fótbolti

Ragnar í við­ræðum við liðið í þriðja sæti tyrk­nesku úr­vals­deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum fyrr í vetur.
Ragnar Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum fyrr í vetur. vísir/getty

Tyrkneska dagblaðið Takvim greinir frá því í dag að landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson sé í viðræðum við Trabzonspor.

Íslendingavaktin greinir frá þessu á vef sínum fyrst íslenskra fjölmiðla en þar segir að viðræðurnar eru vel á veg komnar.

Ragnar fékk sig nokkuð óvænt lausan frá Rostov í Rússlandi á dögunum en hann hafði leikið þar frá árinu 2018. Hann var orðinn fyrirliði liðsins á tímapunkti.







Trabzonspor er í 3. sætinu í Tyrklandi, fimm stigum á eftir Sivasspor sem er á toppnum, en stigi á eftir Istanbul Basaksehir sem er í öðru sætinu.

Ragnar hefur leikið í atvinnumennsku frá árinu 2007 en hann hefur leikið með Gautaborg, FCK, Krasnodar, Rubin Kazan auk Fulham og Rostov.


Tengdar fréttir

Ragnar yfirgefur Rostov

Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×