Hverjir eru Tsarnaev-bræður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. apríl 2013 14:57 Dzhokhar (t.v.) og Tamerlan Tsarnaev. Allt er á öðrum endanum í Boston, en lögregla og sérsveitarmenn leita að hinum nítján ára gamla Dzhokhar Tsarnaev, öðrum þeirra sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við sprengjuárásina í Boston-maraþoninu á mánudag. 26 ára gamall bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev sem einnig er grunaður um aðild að málinu, var skotinn til bana af lögreglu í skotbardaga við MIT-háskóla í Cambridge í morgun. Fjölmiðlar vestra reyna nú að púsla saman bakgrunni bræðranna, en þeir eru upprunalega frá Téténíu í Rússlandi og sagðir hafa flutt til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Dzhokhar, sem er fæddur 22. júlí 1993, hlaut 2500 dala námsstyrk við Cambridge Ringe and Latin School árið 2011. Lýsir nágranni honum sem „yndislegum dreng“ á meðan vinur hans segir hann vera „bara venjulegan bandarískan ungling“. Skólabróðir Dzhokhar segir hann vera trúðinn í bekknum, og fyrrverandi skólasystkini hans lýsa honum sem vingjarnlegum og afslöppuðum. Hann er sagður hafa fengið bandarískan ríkisborgararétt þann 11. september í fyrra.Twitter-færslur sem taldar eru vera frá Dzhokhar Tsarnaev.Ramzan Karimov, leiðtogi Téténíu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins:„Atburðirnir í Boston eru hræðilegir. Við höfum áður vottað íbúum borgarinnar samúð okkar og Bandaríkjanna allra. Allar tilraunir til að tengja bræðurna, séu þeir sekir, við Téténíu eru til einskis. Þeir ólust upp í Bandaríkjunum og skoðanir þeirra mótuðust þar. Það er nauðsynlegt að leita að rótum illskunnar í Bandaríkjunum. Við vonumst til að þeir sem slösuðust muni ná bata og við deilum sorg Bandaríkjamanna.“Skjáskot af VKontakte-síðu Dzhokhar Tsarnaev. VKontakte er samfélagssíða sem svipar til Facebook.Tamerlan sagði við ljósmyndara sem tók af honum myndir að hann hefði flúið Téténíu ásamt fjölskyldu sinni í upphafi tíunda áratugarins, og búið í Kasakstan um langt skeið áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Hann bætti því við að hann ætti ekki einn einasta vin í Bandaríkjunum vegna þess að hann skildi þá ekki.“ Þegar Ruslan Tsarni, frændi bræðranna, fékk fréttir af láti Tamerlan er hann sagður hafa sagt að frændi sinn væri aumingi sem „hefði átt skilið að deyja“.Tamerlan Tsarnaev er sagður hafa verið áhugamannaboxari. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Allt er á öðrum endanum í Boston, en lögregla og sérsveitarmenn leita að hinum nítján ára gamla Dzhokhar Tsarnaev, öðrum þeirra sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við sprengjuárásina í Boston-maraþoninu á mánudag. 26 ára gamall bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev sem einnig er grunaður um aðild að málinu, var skotinn til bana af lögreglu í skotbardaga við MIT-háskóla í Cambridge í morgun. Fjölmiðlar vestra reyna nú að púsla saman bakgrunni bræðranna, en þeir eru upprunalega frá Téténíu í Rússlandi og sagðir hafa flutt til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Dzhokhar, sem er fæddur 22. júlí 1993, hlaut 2500 dala námsstyrk við Cambridge Ringe and Latin School árið 2011. Lýsir nágranni honum sem „yndislegum dreng“ á meðan vinur hans segir hann vera „bara venjulegan bandarískan ungling“. Skólabróðir Dzhokhar segir hann vera trúðinn í bekknum, og fyrrverandi skólasystkini hans lýsa honum sem vingjarnlegum og afslöppuðum. Hann er sagður hafa fengið bandarískan ríkisborgararétt þann 11. september í fyrra.Twitter-færslur sem taldar eru vera frá Dzhokhar Tsarnaev.Ramzan Karimov, leiðtogi Téténíu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins:„Atburðirnir í Boston eru hræðilegir. Við höfum áður vottað íbúum borgarinnar samúð okkar og Bandaríkjanna allra. Allar tilraunir til að tengja bræðurna, séu þeir sekir, við Téténíu eru til einskis. Þeir ólust upp í Bandaríkjunum og skoðanir þeirra mótuðust þar. Það er nauðsynlegt að leita að rótum illskunnar í Bandaríkjunum. Við vonumst til að þeir sem slösuðust muni ná bata og við deilum sorg Bandaríkjamanna.“Skjáskot af VKontakte-síðu Dzhokhar Tsarnaev. VKontakte er samfélagssíða sem svipar til Facebook.Tamerlan sagði við ljósmyndara sem tók af honum myndir að hann hefði flúið Téténíu ásamt fjölskyldu sinni í upphafi tíunda áratugarins, og búið í Kasakstan um langt skeið áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Hann bætti því við að hann ætti ekki einn einasta vin í Bandaríkjunum vegna þess að hann skildi þá ekki.“ Þegar Ruslan Tsarni, frændi bræðranna, fékk fréttir af láti Tamerlan er hann sagður hafa sagt að frændi sinn væri aumingi sem „hefði átt skilið að deyja“.Tamerlan Tsarnaev er sagður hafa verið áhugamannaboxari.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira