Gamli Man United maðurinn varði framkomu Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 15:30 Ander Herrera fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Chelsea. EPA-EFE/ANDY RAIN Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira