Erlent

Fyrr­verandi aðal­ritari Sam­einuðu þjóðanna látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Javier Perez de Cuellar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna árið 1991.
Javier Perez de Cuellar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna árið 1991. Getty

Perúmaðurinn Javier Pérez de Cuéllar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, hundrað ára að aldri.

Francisco Pérez de Cuéllar, sonur aðalritarans fyrrverandi, staðfesti andlátið í útvarpsviðtali í Perú í gær.

Javier Pérez de Cuéllar gegndi embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna í tvö skipunartímabil, frá 1982 til 1991. Hann gegndi því embættinu síðustu ár kalda stríðsins.

De Cuéllar var einnig sá sem leiddi viðræður milli Írana og Íraka árið 1988 sem skilaði sér í samkomulagi um vopnahlé eftir margra ára átök ríkjanna.

Áður en hann tók við embætti aðalritara hafði hann lengi starfað í utanríkisþjónustu Perú, meðal annars sem sendiherra og svo innan Sameinuðu þjóðanna.

Hann bauð sig fram til forseta Perú árið 1995 en náði ekki kjöri. Þá gegndi hann embætti forsætisráðherra landsins á árunum 2000 til 2001.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.