Fótbolti

„Enginn erfiðari en Rooney“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wayne Rooney og Petr Cech mættust afar oft á sínum ferli.
Wayne Rooney og Petr Cech mættust afar oft á sínum ferli. vísir/getty

Petr Cech er einn af betri markmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari öld en hann gerði garðinn frægann með Chelsea þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.

Hann færði sig svo um set í Lundúnum og lauk ferlinum með Arsenal en hann var í viðtali við heimasíðu Chelsea þar sem hann var beðinn um að nefna erfiðasta andstæðinginn á ferlinum.

„Wayne Rooney. Maður þurfti að vera í viðbragðsstöðu allan tímann þegar maður var að spila gegn honum. Hann var mjög klókur leikmaður og gerði óútreiknanlega hluti,“

„Hann var virkilega góður skotmaður og gat skorað frá miðju þess vegna. Maður þurfti alltaf að vera á tánum því hann gat vippað yfir mann ef maður stóð of framarlega. Þetta var krefjandi áskorun sem gerir fótboltann svo skemmtilegan,“ segir Cech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×