Ráku skipstjóra flugmóðurskips sem kallaði eftir hjálp vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 07:47 Flugmóðurskipið, Theodore Roosevelt. EPA/ANTHONY N. HILKOWSKI Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31