Hvorki tvöföldun við Straumsvík né í Ölfusi á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2014 19:15 Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira