Kennir nemendum sínum úr sóttkví í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 11:21 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu. FSu/Magnús Hlynur Kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, sem sætir nú sóttkví vegna kórónuveirunnar, vinnur að heiman á meðan á sóttkvínni stendur. Skólameistari segir alla almennt sátta við fyrirkomulagið. Nokkur óvissa hefur verið um réttindi fólks sem er í sóttkví en ekki veikt. ASÍ fagnar því að starfsmönnum í slíkri stöðu sé gefinn kostur á að vinna að heiman ef hægt er. Kennarinn kom til landsins á laugardag með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu. Hann býr í Reykjavík og fór beint í sóttkví við heimkomu, líkt og öllum sem koma frá landinu er gert að gera samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Kennarinn hefur því ekki komið inn í skólann og mun vera í sóttkvínni út næstu viku. Kennir um hundrað nemendum „Kennarinn er nettengdur og sendir nemendum verkefni á netinu, og þau skila og hann fer svo yfir það heima hjá sér. Hann smellir bara áfanganum í fjarnám í þessari stöðu,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands í samtali við Vísi. Kennarinn er í fullri stöðu við skólann og kennir því nokkrum hópum, alls rúmlega hundrað nemendum. „Við reiknum með að hann komi bara sprækur þegar þessi tími er liðinn.“ Sjá einnig: Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Olga segir að skólinn hafi áður gripið til sambærilegs fyrirkomulags við önnur tilefni. Þessi háttur hefur verið hafður á þegar kennarar forfallast og einnig í hinum mikla lægðagangi sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin. „Við höfum líka verið að glíma við mikla ófærð og veður hér eins og annars staðar á landinu núna á vorönn og þá hafa kennarar verið beðnir sérstaklega og hafa gert það að senda nemendum verkefni rafrænt og þeir hafa þá unnið heima í stað þess að koma í skólann.“ Sextán kórónuveirutilfelli hafa greinst á Íslandi og á þriðja hundrað er í sóttkví. Nemendur umburðarlyndir upp til hópa Olga segir skólastjórnendur fylgjast vel með gangi mála. Þá verði reynt að hafa sama háttinn á ef fleira starfsfólk þarf að fara í sóttkví. „Við myndum reyna það á meðan hægt er en þetta verður flóknara ef þetta verður einhver hópur sem veikist. Þetta er auðvitað fordæmalaust ástand og við munum spila úr því eins og það kemur fyrir á hverjum tíma, og tökum ákvarðanir á þeim tíma og við þær aðstæður sem við getum,“ segir Olga. „Við erum líka að hugsa um nemendurna, þau mega ekki við því að missa út margar vikur úr námi. Ef mikið fellur út af þá misferst önnin vegna þess að tíminn er þannig skipulagður að við þurfum á öllum vikunum að halda sem eru í boði á hverjum tíma.“ Nemendur séu þó almennt sáttir við fjarkennslufyrirkomulagið. „Já, já, nemendur eru umburðarlynt fólk upp til hópa og þau aðlaga sig að aðstæðum eins og þau geta.“ ASÍ fagnar því ef starfsfólki er gefinn kostur á að sinna vinnu sinni í sóttkví. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki vænlegt á öllum vinnustöðum og margir sem verða óvinnufærir, séu þeir látnir sitja heima. Samtökum atvinnulífsins og ASÍ hefur ekki borið saman um hvernig launagreiðslum í sóttkví skuli háttað. ASÍ telur að starfsmenn sem sæta sóttkví eigi rétt á launum en SA segir svo ekki vera. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ sagði Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fulltrúar stjórnvalda, SA og ASÍ munu í dag kynna samkomulag um hvernig þessum launagreiðslum verði háttað. Wuhan-veiran Árborg Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, sem sætir nú sóttkví vegna kórónuveirunnar, vinnur að heiman á meðan á sóttkvínni stendur. Skólameistari segir alla almennt sátta við fyrirkomulagið. Nokkur óvissa hefur verið um réttindi fólks sem er í sóttkví en ekki veikt. ASÍ fagnar því að starfsmönnum í slíkri stöðu sé gefinn kostur á að vinna að heiman ef hægt er. Kennarinn kom til landsins á laugardag með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu. Hann býr í Reykjavík og fór beint í sóttkví við heimkomu, líkt og öllum sem koma frá landinu er gert að gera samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Kennarinn hefur því ekki komið inn í skólann og mun vera í sóttkvínni út næstu viku. Kennir um hundrað nemendum „Kennarinn er nettengdur og sendir nemendum verkefni á netinu, og þau skila og hann fer svo yfir það heima hjá sér. Hann smellir bara áfanganum í fjarnám í þessari stöðu,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands í samtali við Vísi. Kennarinn er í fullri stöðu við skólann og kennir því nokkrum hópum, alls rúmlega hundrað nemendum. „Við reiknum með að hann komi bara sprækur þegar þessi tími er liðinn.“ Sjá einnig: Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Olga segir að skólinn hafi áður gripið til sambærilegs fyrirkomulags við önnur tilefni. Þessi háttur hefur verið hafður á þegar kennarar forfallast og einnig í hinum mikla lægðagangi sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin. „Við höfum líka verið að glíma við mikla ófærð og veður hér eins og annars staðar á landinu núna á vorönn og þá hafa kennarar verið beðnir sérstaklega og hafa gert það að senda nemendum verkefni rafrænt og þeir hafa þá unnið heima í stað þess að koma í skólann.“ Sextán kórónuveirutilfelli hafa greinst á Íslandi og á þriðja hundrað er í sóttkví. Nemendur umburðarlyndir upp til hópa Olga segir skólastjórnendur fylgjast vel með gangi mála. Þá verði reynt að hafa sama háttinn á ef fleira starfsfólk þarf að fara í sóttkví. „Við myndum reyna það á meðan hægt er en þetta verður flóknara ef þetta verður einhver hópur sem veikist. Þetta er auðvitað fordæmalaust ástand og við munum spila úr því eins og það kemur fyrir á hverjum tíma, og tökum ákvarðanir á þeim tíma og við þær aðstæður sem við getum,“ segir Olga. „Við erum líka að hugsa um nemendurna, þau mega ekki við því að missa út margar vikur úr námi. Ef mikið fellur út af þá misferst önnin vegna þess að tíminn er þannig skipulagður að við þurfum á öllum vikunum að halda sem eru í boði á hverjum tíma.“ Nemendur séu þó almennt sáttir við fjarkennslufyrirkomulagið. „Já, já, nemendur eru umburðarlynt fólk upp til hópa og þau aðlaga sig að aðstæðum eins og þau geta.“ ASÍ fagnar því ef starfsfólki er gefinn kostur á að sinna vinnu sinni í sóttkví. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki vænlegt á öllum vinnustöðum og margir sem verða óvinnufærir, séu þeir látnir sitja heima. Samtökum atvinnulífsins og ASÍ hefur ekki borið saman um hvernig launagreiðslum í sóttkví skuli háttað. ASÍ telur að starfsmenn sem sæta sóttkví eigi rétt á launum en SA segir svo ekki vera. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ sagði Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fulltrúar stjórnvalda, SA og ASÍ munu í dag kynna samkomulag um hvernig þessum launagreiðslum verði háttað.
Wuhan-veiran Árborg Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. 4. mars 2020 08:08
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 18:03
Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54
Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. 3. mars 2020 19:00