Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð Þorláksson hjá SA. Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira