Fótbolti

Forseti Lyon staðfestir dagsetningu á 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cristiano Ronaldo verður væntanlega í eldlínunni þann 7.ágúst næstkomandi.
Cristiano Ronaldo verður væntanlega í eldlínunni þann 7.ágúst næstkomandi. vísir/getty

Enn er óvíst hvort, og þá hvenær, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin verða kláraðar en forráðamenn félaganna sem þar keppa virðast þó hafa einhverjar vísbendingar um það.

Í það minnsta fullyrðir Jean-Michel Aulas, forseti franska úrvalsdeildarliðsins Lyon, að lið hans muni leika síðari leikinn í 16-liða úrslitunum gegn Juventus þann 7.ágúst næstkomandi. Lyon vann fyrri leikinn í Frakklandi 1-0.

„Leikurinn gegn Juventus hefur verið settur þann 7.ágúst. Það er frágengið. Við munum spila fyrir luktum dyrum í Torínó,“ sagði Aulas í útvarpsviðtali í dag.

Aulas hefur látið mikið að sér kveða í fjölmiðlum að undanförnu þar sem hann er ósáttur með ákvörðun forsvarsmanna Ligue 1, frönsku úrvalsdeildarinnar, en ákveðið hefur verið að deildarkeppnin þar í landi verði ekki kláruð.

Hann segir klárt mál að PSG og Lyon muni lenda í miklum vandræðum í Meistaradeildinni í kjölfarið þar sem andstæðingar þeirra munu verða í mun betra leikformi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.