Erlent

Fleiri en fjórar milljónir hafa smitast af veirunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Grímuklæddir hjólreiðamenn í Róm. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði slakað of hratt á takmörkunum.
Grímuklæddir hjólreiðamenn í Róm. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði slakað of hratt á takmörkunum. Vísir/EPA

Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita er kominn yfir fjórar milljónir á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa fleiri en 277.000 manns látið lífið, flestir þeirra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu.

Séfræðingar óttast engu að síður að raunverulegur fjöldi smitaðra sé mun hærri. Sum lönd hafi tekið fá sýni og það skekki myndina. Samkvæmt opinberum tölum hefur meira en fjórðungur allra smita í heiminum greinst í Bandaríkjunum og þriðjungur dauðsfalla.

Í sumum löndum er byrjað að hægja á dánartíðninni, þar á meðal á Spáni sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Því hafa stjórnvöld víða byrjað að slaka á takmörkunum sem er ætlað að halda faraldrinum í skefjum.

Varað hefur verið við því að verði slakað á aðgerðunum of hratt sé hætta á annarri bylgju smita og dauðsfalla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.


Tengdar fréttir

Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins

Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri.

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu

Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×