Norræna húsið 50 ára í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 20:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira