Norræna húsið 50 ára í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 20:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent