Erlent

Hjól­reiða­fólk mót­mælti yfir­völdum í Slóveníu

Sylvía Hall skrifar
Frá mótmælunum á föstudag.
Frá mótmælunum á föstudag. Vísir/EPA

Hjólareiðafólk safnaðist saman í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, á föstudag og mótmælti aðgerðum yfirvalda þar í landi. Sögðu þau forsætisráðherrann Janez Jansa nýta sér ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar sér í hag.

Miklar hömlur hafa verið í Slóveníu líkt og annars staðar og hefur útgöngubann verið í gildi frá því um miðjan mars. Ráðist var í einhverjar tilslakanir fyrir tveimur vikum síðan en alls hafa 1.450 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 og hundrað hafa látist.

Mótmælendur notuðu margir hverjir hlífðarbúnað í mótmælunum.Vísir/EPA

Þau segja Jansa vera að nýta sér neyðarástandið til þess að auka völd lögreglunnar þar í landi og kynda undir útlendingaandúð. Einnig hafi hann ráðist gegn blaðamönnum og grafið störfum þeirra. Þá tóku umhverfissamtök einnig þátt í mótmælunum vegna lagabreytinga sem útiloka samráð við þau vegna framkvæmda.

Mótmælin fóru friðsamlega fram og kemur fram á vef BBC að flestir hafi fylgt sóttvarnarfyrirmælum, haldið fjarlægð milli fólks og notað hlífðarbúnað á borð við andlitsgrímur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×