Erlent

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi látinna á Ítalíu hækkaði úr 52 í 79 í dag vegna kórónuveirunnar.
Fjöldi látinna á Ítalíu hækkaði úr 52 í 79 í dag vegna kórónuveirunnar. EPA/MATTEO CORNER

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036. Ítalía er nú það land þar sem flest smit hafa komið upp á eftir Kína og Suður-Kóreu.

Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefið það út að dánartíðni er komin upp í 3,4%. Það er mun hærra en það tæpa prósent sem almennt gildir um hefðbundna flensu.

Kórónuveirusmit eru orðin 92,802 á heimsvísu frá því að veiran greindist fyrst um miðjan janúar síðastliðinn. Veiran hefur dreifst víða á síðustu dögum og er tala látinna nú komin upp í 3,164. Flest tilfelli veirunnar hafa greinst í Kína, þar sem veiran átti upptök sín, með 80,152 smitum og 2,945 dauðsföllum. Þar á eftir kemur Suður-Kórea með 5,186 tilfelli og 34 dauðsföll.

 


Tengdar fréttir

Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni

Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×