Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 18:49 Þota af gerðinni A-10 Thunderbolt II hefur sig til lofts á Incirlik-flugvellinum. Vélin er í eigu Bandaríkjahers. vísir/getty Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu. Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu.
Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00