Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 18:49 Þota af gerðinni A-10 Thunderbolt II hefur sig til lofts á Incirlik-flugvellinum. Vélin er í eigu Bandaríkjahers. vísir/getty Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu. Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu.
Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00