Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 12:00 Tyrkneskir hermenn hafa komið sér fyrir á landamærunum. Vísir/AFP Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira