Innlent

Um­ferðin að verða sam­bæri­leg og í vikunni fyrir sam­komu­bann

Atli Ísleifsson skrifar
4DC27160610FAC4A3D9FC00B19B54159020CCEC0B2C957D017D187BB5149F9C3_713x0

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga og nálgast óðfluga sitt gamla form. Umferðin hefur aukist jafnt og þétt frá því að mestur samdráttur mældist í lok mars, eða þegar hert samkomubann tók gildi þann 24. mars.

Verkfræðistofan EFLA hefur tekið saman tölur um umferð á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að nýjustu umferðartölur eftir að slakað var á samkomubanni bendi til að umferð sé að verða sambærileg og í vikunni fyrir samkomubannið.

„Mesta umferð á höfuðborgarsvæðinu frá því að samkomubann var sett á, mældist síðastliðinn mánudag 4. maí þ.e. sama dag og slakað var á samkomubanninu. Mælingarnar eru byggðar á gögnum úr 79 umferðarteljurum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið sem fengust frá Reykjavíkurborg.“

Í tilkynningu á vef EFLU segir ennfremur að fjöldi gangandi og hjólandi vegfarenda eftir hjóla- og göngustígum hafi aftur á móti aldrei verið fleiri en í apríl síðastliðnum. Var hlutfallsleg aukning yfir 100 prósent að meðaltali miðað við sama mánuð í fyrra.

Nánar má lesa um könnun EFLU á vef þeirra.


Tengdar fréttir

35% samdráttur í umferð á Hringvegi í apríl

Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×