Innlent

Rúm­lega sex­földun hjólandi á Ægis­síðu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldi hjólandi í Elliðaárdal hefur aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020.
Fjöldi hjólandi í Elliðaárdal hefur aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020. Vísir/Vilhelm

Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar.

Þannig hefur fjöldi hjólandi í Elliðaárdal aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020. 

Á Ægissíðu fer fjöldinn úr tæplega fjögur þúsund í apríl 2019 í rúmlega 24 þúsund í apríl 2020. Er þar um rúmlega sexföldun að ræða.

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg birtir sömuleiðis samanburð milli 2019 og 2020 á fleiri stöðum, þar á meðal í nágrannasveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborg

Samkvæmt tölunum hefur gangandi vegfarendum sömuleiðis fjölgað mikið, líkt og sjá má myndinni að neðan. Hefur þar verið mæld umferð gangandi á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Aukin slysahætta

Samfara þessari sprengingu í fjölda hjólandi vegfarenda á götum borgarinnar eykst skiljanlega slysahætta. Sjóvá birti í morgun tilkynningu á vef sínum þar sem farið er yfir þær reglur sem rétt er að hafa í huga þegar hjólað er á ýmist göngustígum eða götum. 

Er minnt á hægri umferð, en jafnframt að börn og hundar geta verið óútreiknanleg. Því sé rétt að gefa hljóðmerki og hægja vel á sér þegar tekið er framhjá.

„Þeir hjól­reiðamenn sem ætla að fara hratt ættu að hjóla á ak­braut eða á sér­merktum hjóla­stígum. Þess ber þó að gæta að á hjóla­stígum getur verið mikil um­ferð og þarf að sýna öðru hjól­reiðafólki til­lit og vera meðvitaður um um­hverfi sitt. Mik­ill hraði á göngu­stígum fer ekki saman við gang­andi um­ferð og skapar hættu á al­var­legum slysum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um þær reglur sem sétt er að hafa í hafa á vef Sjóvár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.