Íslenski boltinn

Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson er með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í sumar.
Kristján Guðmundsson er með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í sumar. Vísir/Daníel

Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFAPro þjálfaragráðu á dögunum en UEFAPro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA.

Þetta eru þeir Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni, og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KA.

Þeir útskrifuðust báðir með UEFAPro þjálfaragráðu frá norska knattspyrnusambandinu 12.janúar 2020.

Kristján Guðmundsson hefur mikla reynslu úr efstu deild karla en hann er nú að byrja sitt annað ár með kvennalið Stjörnunnar.

Óli Stefán Flóventsson þjálfaði áður lið Grindavíkur en er nú að byrja sitt annað tímabil sem þjálfari KA í Pepsi Max deild karla.

Kristján verður eini þjálfari Pepsi Max deildar kvenna í sumar með UEFAPro próf en Óli Stefán bætist í hóp með þeim Rúnar Kristinssyni þjálfara KR og Ólafi Helga Kristjánssyni þjálfara FH þegar kemur að þjálfurum í Pepsi Max deild karla í sumar sem eru með UEFAPro þjálfaragráðu.

Samkvæmt yfirliti á heimasíðu KSÍ hafa nítján aðrir þjálfarar á vegum Knattspyrnusambands Íslands útskrifast með UEFAPro þjálfaragráðu.

Þjálfarar með UEFAPro samkvæmt heimasíðu KSÍ:

Arnar Bill Gunnarsson    

Atli Eðvaldsson    

Dragan Stojanovic    

EjubPurisevic

Eyjólfur Sverrisson   

GorazdMihailov   

Guðjón Þórðarson    

Heimir Hallgrímsson    

Helgi Kolviðsson    

Kristján Guðmundsson

Milan Stefán Jankovic    

MilosMilojevic

Ólafur Helgi Kristjánsson

Óli Stefán Flóventsson   

PedroManuelDaCunhaHipólito   

Rúnar Kristinsson    

Sigurður Ragnar Eyjólfsson    

Teitur Benedikt Þórðarson    

Willum Þór Þórsson    

ZeljkoSankovic    

Þorvaldur Örlygsson    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×