Veit ekki um afdrif margra vina 13. október 2005 15:20 Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira