Læknir og hjúkrunarfræðingur slá í gegn með tveggja metra tjútti í bráðaherberginu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 13:13 Valþór og Anna stíga dansinn í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið. Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið.
Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira