Hvor er betri: Cech eða Courtois? Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Petr Cech og Thibaut Courtois. Vísir/Getty Ljóst er að Tékkinn Petr Cech fær mikla samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea á komandi tímabili frá Belganum unga Thibaut Courtois. Fréttablaðið fékk að vita skoðun landsliðsmarkvarins Gunnleifs Gunnleifssonar á því hver eigi að vera í marki Chelsea á leiktíðinni. Cech hefur verið aðalmarkvörður félagsins undanfarin tíu ár en Courtois, sem átt hefur tvö frábær ár með Atletico Madrid, ætlar að breyta því. Við fengum Gunnleif Gunnleifsson, markvörð Breiðabliks, til að segja okkur hvor er betri. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að taka Petr Cech úr liðinu en því er samt ekki neita að Courtois er frábær markvörður sem getur orðið einn sá allra besti. Það er þó aldrei hægt að vita hvernig Mourinho leggur þetta upp,“ segir Gunnleifur um baráttu þeirra Cech og Courtois um markvarðastöðuna hjá Chelsea. „Ég held að Courtois myndi ganga inn í hvaða annað lið í ensku úrvalsdeildinni svo Mourinho hefur, að mínu mati, úr tveimur bestu markvörðum deildarinnar að velja. Það er erfitt að finna veikleika hjá þessum köppum,“ segir Gunnleifur. „Cech er betri í dag í fyrirgjöfum, sem er mikilvægt í enska boltanum, en þeir eru afskaplega svipaðir. Þeir treysta á staðsetningar frekar en tilþrif og ég er ekki frá því að Courtois sé jafnvel með betri staðsetningar en Cech. Að því sögðu tel ég víst að Cech byrji sem aðalmarkvörður og Courtois verði að sætta sig við bikarleiki og Evrópuleiki til að byrja með.“Petr CechStyrkleikar: Reynsla, staðsetningar, frábær í fyrirgjöfumVeikleikar: Skaffaði ekki janfmörg stig í fyrra og áður með draumamarkvörslum, þokkalegur í fótunum ----Thibaut CourtoisStyrkleikar: Frábærar stðsetningar, lætur hlutina líta auðveldlega út, yfirvegaðirVeikleikar: Reynsluminni en Cech, þokkalegur í fótunum ----Niðurstaða: Petr Cech verður aðalmarkvörður ChelseaTólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt. Ekki missa af því. Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Ljóst er að Tékkinn Petr Cech fær mikla samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea á komandi tímabili frá Belganum unga Thibaut Courtois. Fréttablaðið fékk að vita skoðun landsliðsmarkvarins Gunnleifs Gunnleifssonar á því hver eigi að vera í marki Chelsea á leiktíðinni. Cech hefur verið aðalmarkvörður félagsins undanfarin tíu ár en Courtois, sem átt hefur tvö frábær ár með Atletico Madrid, ætlar að breyta því. Við fengum Gunnleif Gunnleifsson, markvörð Breiðabliks, til að segja okkur hvor er betri. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að taka Petr Cech úr liðinu en því er samt ekki neita að Courtois er frábær markvörður sem getur orðið einn sá allra besti. Það er þó aldrei hægt að vita hvernig Mourinho leggur þetta upp,“ segir Gunnleifur um baráttu þeirra Cech og Courtois um markvarðastöðuna hjá Chelsea. „Ég held að Courtois myndi ganga inn í hvaða annað lið í ensku úrvalsdeildinni svo Mourinho hefur, að mínu mati, úr tveimur bestu markvörðum deildarinnar að velja. Það er erfitt að finna veikleika hjá þessum köppum,“ segir Gunnleifur. „Cech er betri í dag í fyrirgjöfum, sem er mikilvægt í enska boltanum, en þeir eru afskaplega svipaðir. Þeir treysta á staðsetningar frekar en tilþrif og ég er ekki frá því að Courtois sé jafnvel með betri staðsetningar en Cech. Að því sögðu tel ég víst að Cech byrji sem aðalmarkvörður og Courtois verði að sætta sig við bikarleiki og Evrópuleiki til að byrja með.“Petr CechStyrkleikar: Reynsla, staðsetningar, frábær í fyrirgjöfumVeikleikar: Skaffaði ekki janfmörg stig í fyrra og áður með draumamarkvörslum, þokkalegur í fótunum ----Thibaut CourtoisStyrkleikar: Frábærar stðsetningar, lætur hlutina líta auðveldlega út, yfirvegaðirVeikleikar: Reynsluminni en Cech, þokkalegur í fótunum ----Niðurstaða: Petr Cech verður aðalmarkvörður ChelseaTólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt. Ekki missa af því. Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira