Framseldur til Portúgals þar sem þungur dómur bíður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 17:56 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals. Portúgal Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals.
Portúgal Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira