Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 07:33 Flestum farþegum vélarinnar hefur verið hleypt frá borði. vísir/afp Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira