Hætt að greiða ljósmæðranemum laun á Landspítala Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2013 09:00 Nemar í ljósmóðurfræði ganga allar vaktir, að sögn námsbrautarstjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“ Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira