Fjölskylduharmleikur í Stavanger - "Samfélagið hérna slegið yfir fréttunum" Boði Logason skrifar 2. júlí 2013 12:47 Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavangri í Noregi í gærdag. Mynd/NRK Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavanger í Noregi í gærdag. Íslendingur í bænum segir samfélagið í bænum slegið yfir fréttunum. Það var síðdegis í gær sem þrettán ára piltur hringdi í lögregluna í Stavanger og tilkynnti um hávaða og högg í íbúð hjá nágranna sínum. Lögreglan kom á staðinn, en taldi ekki ástæðu til að bregðast við. Klukkan átta í gærkvöldi tilkynnir annar nágranni um blóðug spor fyrir utan íbúðina, sem er í Tasta-hverfinu. Atli Steinn Guðmundsson, býr í Stavanger. „Og þá fer lögreglan þarna á staðinn og finnur látinn karlmann um sextugt og alvarlega slasaða konu með hnífstungusár. Hún deyr svo á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger á fjórða tímanum í nótt. Og það næsta í málinu er að einstaklingur sem er að öllum líkindum sonur þessara hjóna, tuttugu og þriggja ára, ekur framan á vöruflutningabíl á fullri ferð klukkan hálf tíu í gærkvöldi í Bjerkreim. Hann lætur lífið samstundis. Þó að lögreglan hafi ekki farið út með það ennþá að hann sé árásaraðilinn, er auðvitað freistandi að draga þá ályktun - en þeir hafa ekki viljað segja það enn þá," segir hann.Atli Steinn Guðmundsson hefur búið í Stavanger í þrjú ár, hann segir samfélagið slegið yfir þessum fréttum.Mynd/atlisteinn.isHann segir að mikið sé fjallað um málið í norskum fjölmiðlum. „Jájá, það eru allir norskir fjölmiðlar með þetta. Ég segi nú ekki að morð og manndráp séu daglegt brauð hér í Stavanger, það gerist þó annað slagið. Þetta er dramatískt þegar heil fjölskylda á í hlut auðvitað. Það er alveg ljóst að allt samfélagið hérna í Stavanger og nágrenni er slegið yfir þessum fréttum,“ segir hann. „Stavanger er ekkert ósvipð höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Það er ein borg í miðjunni og minni sveitarfélög í kringum. Hérna eru auðvitað fíkniefni og ofbeldi, sem fylgja stærri þéttbýliskjörnum um allan heim. En þetta er óskaplega rólegt og þægilegt umhverfi að öllu jöfnu, og mjög öruggt myndi ég segja hafandi búið hérna í þrjú ár.“Þannig að fólki er brugðið? „Já, það er alveg klárt að þetta er stórmál á norskum mælikvarða, hvort sem um sé að ræða Osló eða þessi minni svæði.“Umfjöllun NRK. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavanger í Noregi í gærdag. Íslendingur í bænum segir samfélagið í bænum slegið yfir fréttunum. Það var síðdegis í gær sem þrettán ára piltur hringdi í lögregluna í Stavanger og tilkynnti um hávaða og högg í íbúð hjá nágranna sínum. Lögreglan kom á staðinn, en taldi ekki ástæðu til að bregðast við. Klukkan átta í gærkvöldi tilkynnir annar nágranni um blóðug spor fyrir utan íbúðina, sem er í Tasta-hverfinu. Atli Steinn Guðmundsson, býr í Stavanger. „Og þá fer lögreglan þarna á staðinn og finnur látinn karlmann um sextugt og alvarlega slasaða konu með hnífstungusár. Hún deyr svo á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger á fjórða tímanum í nótt. Og það næsta í málinu er að einstaklingur sem er að öllum líkindum sonur þessara hjóna, tuttugu og þriggja ára, ekur framan á vöruflutningabíl á fullri ferð klukkan hálf tíu í gærkvöldi í Bjerkreim. Hann lætur lífið samstundis. Þó að lögreglan hafi ekki farið út með það ennþá að hann sé árásaraðilinn, er auðvitað freistandi að draga þá ályktun - en þeir hafa ekki viljað segja það enn þá," segir hann.Atli Steinn Guðmundsson hefur búið í Stavanger í þrjú ár, hann segir samfélagið slegið yfir þessum fréttum.Mynd/atlisteinn.isHann segir að mikið sé fjallað um málið í norskum fjölmiðlum. „Jájá, það eru allir norskir fjölmiðlar með þetta. Ég segi nú ekki að morð og manndráp séu daglegt brauð hér í Stavanger, það gerist þó annað slagið. Þetta er dramatískt þegar heil fjölskylda á í hlut auðvitað. Það er alveg ljóst að allt samfélagið hérna í Stavanger og nágrenni er slegið yfir þessum fréttum,“ segir hann. „Stavanger er ekkert ósvipð höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Það er ein borg í miðjunni og minni sveitarfélög í kringum. Hérna eru auðvitað fíkniefni og ofbeldi, sem fylgja stærri þéttbýliskjörnum um allan heim. En þetta er óskaplega rólegt og þægilegt umhverfi að öllu jöfnu, og mjög öruggt myndi ég segja hafandi búið hérna í þrjú ár.“Þannig að fólki er brugðið? „Já, það er alveg klárt að þetta er stórmál á norskum mælikvarða, hvort sem um sé að ræða Osló eða þessi minni svæði.“Umfjöllun NRK.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira