Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 19:42 Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06
Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19
Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10
Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26
Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24