Innlent

Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi

Jakob Bjarnar skrifar
Ann­þór Kristján Karlsson. Í stefnu kemur frma að hann dvaldi á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi.
Ann­þór Kristján Karlsson. Í stefnu kemur frma að hann dvaldi á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi. fbl/eyþór

Annþór Kristján Karlsson, sem ásamt Berki Birgissyni var handtekinn vegna gruns um að hafa valdið dauða Sigurðar Hólm Siguðrssonar á Litla Hrauni 2012, hefur stefnt íslenska ríkinu.

Annþór og Börkur voru sýknaðir af verknaðinum sem þeim var ætlaður og nú krefst Annþór þess að fá greiddar 64 milljóna króna í bætur fyrir meint tjón og miska sem hann var beittur meðan á rannsókn málsins stóð.

Þetta kemur fram á Frettabladid.is en þar segir að Annþór hafi mátt sæta ein­angrun allan varð­halds­tímann. „Þar sem Ann­þór var þegar í af­plánun meðan málið var til rann­sóknar var á­kveðið að vista hann á öryggis­gangi að gæslu­varð­haldinu loknu frekar en að krefjast nýs dóms­úr­skurðar um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald. Byggði vistun á öryggis­gangi á á­kvörðun for­stöðu­manns fangelsisins og gilti hún í þrjá mánuði.“

Fram kemur í fréttinni, en þar er vísað til stefnu, að vistunin hafi verið framlengd fimm sinnum í hverju tilviki í um þrjá mánuði. „Ann­þór dvaldi því á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi.“

Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá sýknudómi í málinu í mars 2016.


Tengdar fréttir

Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.