Macron biðlar til lestarstarfsmanna að spilla ekki hátíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:07 Margt var um manninn á Norðurlestarstöðinni í París á föstudag enda ætla margir sér að eyða jólum með vinum og ættingjum annars staðar. Vísir/EPA Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella. Frakkland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella.
Frakkland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira