Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 11:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur sætt spurningum um hæfi sitt vegna náinna tengsla við útgerðarrisann Samherja. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson ætlar að sitja áfram sem sjávarútvegsráðherra og gerir lítið úr gagnrýni stjórnarandstöðunnar á veru hans í embættinu vegna tengsla hans við Samherja. Ráðherrann segir ákvörðun sína um að segja sig frá fjórum málum tengdum Samherja byggða á þeim forsendum sem hann setti sér þegar hann tók við embættinu. Ráðherrann fór yfir ákvörðunina í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sig frá fjórum málum sem varða stjórnsýslukærur á hendur Samherja. Þar á meðal er kæra vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Hann sagði flestar ákvarðanir teknar af stofnunum, ekki ráðuneytum. „Þegar þetta gerist síðan og koma til einhverjar ákvarðanir sem ráðuneytin þurfa að taka sem gerist iðulega þekkist það bara úr sögunni, og við þekkjum dæmi þess að aðrir ráðherrar núna í þessari ríkisstjórn og fyrri stjórnum óska á stundum eftir því að staðgenglar taki ákvarðanir í einstökum málum til að leyfa þeim að njóta vafans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór. Lagt hefur verið til í ríkisstjórn að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, verði staðgengill Kristjáns Þórs við meðferð kæranna. Þessar stjórnsýslukærur varða ekki mál Samherja í Namibíu. Fyrirtækið er sakað um að hafa greitt þarlendum stjórnmálamönnum mútur til að tryggja sér fiskveiðiheimildir. „Ég hét því og lofaði því og gerði það opinbert 12. desember 2017 fyrir tveimur árum þegar ég tók við þessu embætti að þennan hátt myndi ég hafa á varðandi það ef einstök mál bæru upp á mitt borð sem sjávarútvegsráðherra og tengdust þessu fyrirtæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann háttinn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákvarðanir í því,“ sagði hann. Hann sagðist hafa verið upplýstur um eina kæru sem varðaði skipið Kleifarberg í sinni tíð sem sjávarútvegsráðherra. Hann hafði þó enga aðkomu að því máli. Segir ekkert nýtt varðandi hæfi hans gagnvart Samherja Kristján sagði að það væri gott að hann stigi til hliðar í þessum fjórum málum svo enginn vafi væri um hlutlægni. „Það er hins vegar uppi núna raddir í pólitíkinni sem eru allt annars eðlis og hafa í raun ekkert með stjórnsýsluna að gera heldur eru fyrst og fremst pólitík. Við heyrum það frá stjórnarandstöðunni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst pólitík. Það er ekkert nýtt varðandi hæfi mitt tengdu Samherja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfirlýsingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Kristján Þór.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30