Innlent

Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna Samherjamálsins. Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður nefndarinnar sem fer fyrir málinu, lagði á fundinum til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins og var tillaga hennar samþykkt. Vonast er til þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju í janúar og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref.

Sjá einnig: Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs

Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar samþykktu tillögu um að ráðist yrði í frumkvæðisrannsókn á hæfi Kristjáns Þórs fyrr í þessum mánuði en nokkur ólga hefur ríkt innan nefndarinnar vegna málsins. Þannig lagði meirihluti nefndarinnar til að Líneik Anna færi fyrir málinu í nefndinni en ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, sem lagði fram tillöguna um að ráðist yrði í frumkvæðisathugun.


Tengdar fréttir

Saka hvort annað um að misskilja málið

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið.

„Ég svara því bara fullum hálsi“

Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.