Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 14:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30