Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 13:39 Volodýmýr Zelenskíj og Donald Trump þegar þeir hittust í kringum allherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. AP/Evan Vucci. Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45