Fengu Nóbelinn fyrir heimsfræði og fjarreikistjörnufund Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:15 Nóbelsnefndin tilkynnti um verðlaunahafana í Stokkhólmi í morgun. Vísir/EPA Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019 Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019
Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira