Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 14:48 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um tímamótasamkomulag að ræða. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira