Sagan af því hvernig Solskjær tókst að hreinsa eitraða andrúmsloftið hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 08:30 Þökk sé Ole Gunnar Solskjær eru allir farnir að brosa aftur í herbúðum Manchester United. Getty/Craig Mercer Byrjun Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hefur nánast verið fullkominn og liðið komst upp í Meistaradeildarsæti með einn einum sigrinum um helgina. Manchester United hefur unnið 10 af 11 fyrstu leikjum Ole Gunnar Solskjaer sem knattspyrnustjóra en næstu ellefu leiki munu samt ráða miklu um hvort að hann fái að halda áfram á næsta tímabili. Risastórt verkefni bíður Manchester United liðinu á morgun þegar liðið mætir Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC kannaði það betur hvernig Ole Gunnar Solskjær fór að því að gerbreyta öllu hjá og í kringum Manchester United liðið á aðeins átta vikum. Það var allt í rugli hjá liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn um miðjan desember, stjörnurnar í skammakróknum og gengið inn á vellinum skelfilegt. Á þessum átta vikum hefur Norðmanninum hins vegar tekist að hreinsa út eitraða andrúmsloftið hjá United og kalla fram gildin og spilamennskuna sem stuðningsmenn Manchester United elska og mótherjarnir óttast. Allt í einu er orðið gaman að horfa á leiki Manchester United á ný.The personal touches he's been putting in... Insight into how Ole Gunnar Solskjaer turned around a toxic atmosphere at Man Utd: https://t.co/RPhje4OMQ0pic.twitter.com/aXXn0zqLuR — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Em hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem BBC blaðamaðurinn Simon Stone reynir að svara í grein sinni í dag. Allt frá því að mæta með súkkulaði fyrir starfsmenn félagsins á fyrsta degi til liðleika og fórnfýsi á sinn tíma þegar það þurftu að gera eitthvað fyrir félagið. Solskjær talaði um það frá fyrsta degi að ætla sér að kalla fram brosið á andlitum allra hjá Manchester United og honum hefur tekist það. Í greininni er líka farið yfir það hvernig eftirmenn Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho, reyndu að breyta hefðum og venjum gamla stjórans en Norðmaðurinn hefur fært félagið aftur nær Sir Alex eða eins og Solskjær þekkti sjálfur hlutina hjá Manchester United.The papers say #MUFC have already made their decision on whether to give Ole Gunnar Solskjaer the manager's job permanently. It's the gossip! ➡ https://t.co/iDmnSBlW2Spic.twitter.com/7mJZpmPNkM — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Ole Gunnar Solskjær hefur lagt mikið upp úr samskiptum við alla tengdum félaginu. Hann hefur talað mikið við leikmenn en hann hefur einnig gefið sér tíma til að tala við starfsfólkið eða fólkið mikilvæga á bak við tjöldin. Hann hefur heillað alla með viðkunnanlegri framkomu sinni og í stað stælanna og hrokans í Jose Mourinho er nú kominn elskulegur Norðmaður sem elskar félagið og það sem það stóð fyrir þegar titlarnir streymdu inn í tíð Sir Alex. Það má lesa alla grein Simon Stone með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Byrjun Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hefur nánast verið fullkominn og liðið komst upp í Meistaradeildarsæti með einn einum sigrinum um helgina. Manchester United hefur unnið 10 af 11 fyrstu leikjum Ole Gunnar Solskjaer sem knattspyrnustjóra en næstu ellefu leiki munu samt ráða miklu um hvort að hann fái að halda áfram á næsta tímabili. Risastórt verkefni bíður Manchester United liðinu á morgun þegar liðið mætir Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC kannaði það betur hvernig Ole Gunnar Solskjær fór að því að gerbreyta öllu hjá og í kringum Manchester United liðið á aðeins átta vikum. Það var allt í rugli hjá liðinu þegar Jose Mourinho var rekinn um miðjan desember, stjörnurnar í skammakróknum og gengið inn á vellinum skelfilegt. Á þessum átta vikum hefur Norðmanninum hins vegar tekist að hreinsa út eitraða andrúmsloftið hjá United og kalla fram gildin og spilamennskuna sem stuðningsmenn Manchester United elska og mótherjarnir óttast. Allt í einu er orðið gaman að horfa á leiki Manchester United á ný.The personal touches he's been putting in... Insight into how Ole Gunnar Solskjaer turned around a toxic atmosphere at Man Utd: https://t.co/RPhje4OMQ0pic.twitter.com/aXXn0zqLuR — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Em hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem BBC blaðamaðurinn Simon Stone reynir að svara í grein sinni í dag. Allt frá því að mæta með súkkulaði fyrir starfsmenn félagsins á fyrsta degi til liðleika og fórnfýsi á sinn tíma þegar það þurftu að gera eitthvað fyrir félagið. Solskjær talaði um það frá fyrsta degi að ætla sér að kalla fram brosið á andlitum allra hjá Manchester United og honum hefur tekist það. Í greininni er líka farið yfir það hvernig eftirmenn Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho, reyndu að breyta hefðum og venjum gamla stjórans en Norðmaðurinn hefur fært félagið aftur nær Sir Alex eða eins og Solskjær þekkti sjálfur hlutina hjá Manchester United.The papers say #MUFC have already made their decision on whether to give Ole Gunnar Solskjaer the manager's job permanently. It's the gossip! ➡ https://t.co/iDmnSBlW2Spic.twitter.com/7mJZpmPNkM — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Ole Gunnar Solskjær hefur lagt mikið upp úr samskiptum við alla tengdum félaginu. Hann hefur talað mikið við leikmenn en hann hefur einnig gefið sér tíma til að tala við starfsfólkið eða fólkið mikilvæga á bak við tjöldin. Hann hefur heillað alla með viðkunnanlegri framkomu sinni og í stað stælanna og hrokans í Jose Mourinho er nú kominn elskulegur Norðmaður sem elskar félagið og það sem það stóð fyrir þegar titlarnir streymdu inn í tíð Sir Alex. Það má lesa alla grein Simon Stone með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira