Segir áhrif kalda pottsins ofmetin Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2019 14:52 Bandarísku blaðamaður hefur ritað bók um tískufyrirbrigði þegar kemur að endurheimt og segir kalda pottinn hamla viðgerðarferli líkamans. Vísir/Vilhelm Bandaríski heilsublaðamaðurinn Christie Aschwanden hefur kafað ofan í tískufyrirbrigði þegar kemur að endurheimt íþróttamanna og komist að því að margar aðferðirnar eru ekki að skila þeim niðurstöðum sem lofað er. Ritaði hún bók um málið sem nefnist Good To Go en þar segir hún að fyrri fullyrðingar um hlutverk vötnunar, kuldabaða og „cupping“ við endurheimt líkamans ekki réttar. Um kuldaböðin, eða ísböðin, segir hún að það sé eitthvað sem íþróttamenn hófu að stunda fyrir fyrir margt löngu og almenningur fylgdi með. Hún bendir þó á að þessar kælimeðferðir hamli endurheimt líkamans. Þegar manneskja reynir á vöðva sína við æfingar myndast litlar rifur í vöðvaþráðunum. Aschwanden segir líkamann bregðast við slíku álagi með því að setja af stað endurheimtarferli þar sem skemmdum vöðvaþráðum er skipt út og vöðvarnir byggðir upp. Við það áreiti myndast bólgur sem hjálpa vöðvunum að jafna sig og eflast. Það að kæla vöðvana hamlar hins vegar bólgumyndun. Þegar dregið er úr bólgumyndum með kælingu dregur líkaminn úr áhrifum þjálfunarinnar og verður því ábatinn af henni minni.Ætla má að einhverjir hafi skellt sér í kalda pottinn eftir Reykjavíkurmaraþonið. Vísir/VilhelmSársaukafull lyfleysuáhrif Fjallað er um innihald þessar bókar og rætt við Aschwanden á vef Vox en þar er hún spurð hvers vegna svo margir velji að kæla eftir æfingar. Nefnir hún að þetta geti flokkast undir lyfleysuáhrif. „Það er nokkur góðar sannanir fyrir því lyfleysuáhrif sem valda sársauka hafi meiri áhrif en þau sem valda ekki sársauka. Því er kuldi mjög góð lyfleysa.“ Aschwanden þessi keppti á skíðum á tíunda áratug síðustu aldar og við upphaf þessa árþúsunds en þegar hún var að jafna sig eftir æfingar á þeim árum reyndi hún eftir fremsta megni að gera sem minnst, sofa mikið og liggja fyrir með góða bók. Fyrir um áratug síðan varð hún vör við breytingu þar sem íþróttafólk var farið að nota frauðplastrúllur, kuldameðferðir og „cupping“. „Cupping“ er þegar sogskálum er komið fyrir á líkama og á sogið að auka blóðflæði um skemmda vöðvaþræði og flýta þannig endurheimtHér má sjá sogbletti á líkama bandaríska sundkappans Michael Phelps.Vísir/GettyAschwanden segir engar almennilegar sannanir fyrir því þessi aðferð geri íþróttamönnum gagn. „Þú ert bara að fá þér marbletti.“ Þessi aðferð er þó ekki hættuleg en líkt og áður segir, ekki bein sönnun fyrir því að hún geri gagn.Ranghugmyndir um drykkju Hún segir að drykkjarvöruframleiðendur hafi ákaft reynt að koma því í meðvitund íþróttafólks að það þurfi að drekka nógu mikið af steinefnaríkum vökva á meðan æfingum og keppni stendur. Hún segir að það hafi komist í umræðu vegna þessarar markaðssetningar að fólk þurfi að drekka mikið af slíkum vökva og ekki sé treystandi á að líkaminn kalli eftir vökva með því að valda þorsta. Hún segir þorstann hins vegar vera bestu vísbendinguna um að líkaminn þurfi á vökva að halda. Þá bendir hún á að þessir íþróttadrykkir séu í flestum tilvikum óþarfir. Þeir séu helst gagnlegir fólki sem er undir miklu líkamlegu álagi í langan tíma. „Þá geta þeir gagnast við að veita líkamanum hitaeiningar en þú þarft að æfa í meira en klukkutíma til að þurfa á því að halda.“Aschwanden vill meina að drykkjarframleiðendur hafi komið því inn í höfuð íþróttafólks að það þurfi steinefnaríkardrykki á meðan æfingum stendur. Vísir/VilhelmAschwanden segir að íþróttafólk ætti mun fremur að hafa áhyggjur af því að drekka of mikið og valda því að natríumstaða líkamans fari niður fyrir hættuleg mörk. Hún segir engan maraþon hlaupara hafa látist af völdum vessaþurrðar en frá árinu 1993 hafa hins vegar fimm maraþonhlauparar látist af völdum natríumskorts.Einföldu atriðin hafa mestu áhrifin Sjúkraþjálfarinn Björn Hákon Sveinsson deildi þessari grein Vox um bók Christie Aschwanden en hann segir í samtali við Vísi að einföldu atriðin í hegðunarmynstri fólks hafi oftast mestu áhrifin. Nefnir hann þar svefn, hvíld, fæðu og streitustjórnun sem eigi það til að gleymast. „Þetta eru grunnatriði í lífi flestra og því þykja þau kannski ekki nógu merkileg fyrir fólk sem stundar íþróttir eða hreyfingu af kappi til þess að stjórn þessara atriða fái nógu mikla athygli,“ segir Björn.Björn Hákon Sveinsson, sjúkraþjálfari.FBL/Anton BrinkLíkt og Aschwenden bendir á þá getur kæling eftir æfingar og keppnisleiki seinkað endurheimtarferli líkamans og þannig haft frekar slæm áhrif en góð. Björn er þessu sammála en segir þó að kælingin geti haft andleg og líkamleg vellíðunaráhrif sem skiljanlegt sé að fólk sækist í. „Jafnt toppíþróttafólk sem almenningur. Eins er sjálfsmynd okkar mjög háð því að ná tökum á nýjum og erfiðum athöfnum, ögrum okkur. Það gefur sjálfstrausti okkar óhemju mikið að sigrast á einhverju sem við töldum áður nánast ómögulegt. Þannig sýnum við vald okkar á líkamanum og það getur verið fólki ómetanlegt í streituvaldandi umhverfi nútímans.“ Heilsa Sundlaugar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Bandaríski heilsublaðamaðurinn Christie Aschwanden hefur kafað ofan í tískufyrirbrigði þegar kemur að endurheimt íþróttamanna og komist að því að margar aðferðirnar eru ekki að skila þeim niðurstöðum sem lofað er. Ritaði hún bók um málið sem nefnist Good To Go en þar segir hún að fyrri fullyrðingar um hlutverk vötnunar, kuldabaða og „cupping“ við endurheimt líkamans ekki réttar. Um kuldaböðin, eða ísböðin, segir hún að það sé eitthvað sem íþróttamenn hófu að stunda fyrir fyrir margt löngu og almenningur fylgdi með. Hún bendir þó á að þessar kælimeðferðir hamli endurheimt líkamans. Þegar manneskja reynir á vöðva sína við æfingar myndast litlar rifur í vöðvaþráðunum. Aschwanden segir líkamann bregðast við slíku álagi með því að setja af stað endurheimtarferli þar sem skemmdum vöðvaþráðum er skipt út og vöðvarnir byggðir upp. Við það áreiti myndast bólgur sem hjálpa vöðvunum að jafna sig og eflast. Það að kæla vöðvana hamlar hins vegar bólgumyndun. Þegar dregið er úr bólgumyndum með kælingu dregur líkaminn úr áhrifum þjálfunarinnar og verður því ábatinn af henni minni.Ætla má að einhverjir hafi skellt sér í kalda pottinn eftir Reykjavíkurmaraþonið. Vísir/VilhelmSársaukafull lyfleysuáhrif Fjallað er um innihald þessar bókar og rætt við Aschwanden á vef Vox en þar er hún spurð hvers vegna svo margir velji að kæla eftir æfingar. Nefnir hún að þetta geti flokkast undir lyfleysuáhrif. „Það er nokkur góðar sannanir fyrir því lyfleysuáhrif sem valda sársauka hafi meiri áhrif en þau sem valda ekki sársauka. Því er kuldi mjög góð lyfleysa.“ Aschwanden þessi keppti á skíðum á tíunda áratug síðustu aldar og við upphaf þessa árþúsunds en þegar hún var að jafna sig eftir æfingar á þeim árum reyndi hún eftir fremsta megni að gera sem minnst, sofa mikið og liggja fyrir með góða bók. Fyrir um áratug síðan varð hún vör við breytingu þar sem íþróttafólk var farið að nota frauðplastrúllur, kuldameðferðir og „cupping“. „Cupping“ er þegar sogskálum er komið fyrir á líkama og á sogið að auka blóðflæði um skemmda vöðvaþræði og flýta þannig endurheimtHér má sjá sogbletti á líkama bandaríska sundkappans Michael Phelps.Vísir/GettyAschwanden segir engar almennilegar sannanir fyrir því þessi aðferð geri íþróttamönnum gagn. „Þú ert bara að fá þér marbletti.“ Þessi aðferð er þó ekki hættuleg en líkt og áður segir, ekki bein sönnun fyrir því að hún geri gagn.Ranghugmyndir um drykkju Hún segir að drykkjarvöruframleiðendur hafi ákaft reynt að koma því í meðvitund íþróttafólks að það þurfi að drekka nógu mikið af steinefnaríkum vökva á meðan æfingum og keppni stendur. Hún segir að það hafi komist í umræðu vegna þessarar markaðssetningar að fólk þurfi að drekka mikið af slíkum vökva og ekki sé treystandi á að líkaminn kalli eftir vökva með því að valda þorsta. Hún segir þorstann hins vegar vera bestu vísbendinguna um að líkaminn þurfi á vökva að halda. Þá bendir hún á að þessir íþróttadrykkir séu í flestum tilvikum óþarfir. Þeir séu helst gagnlegir fólki sem er undir miklu líkamlegu álagi í langan tíma. „Þá geta þeir gagnast við að veita líkamanum hitaeiningar en þú þarft að æfa í meira en klukkutíma til að þurfa á því að halda.“Aschwanden vill meina að drykkjarframleiðendur hafi komið því inn í höfuð íþróttafólks að það þurfi steinefnaríkardrykki á meðan æfingum stendur. Vísir/VilhelmAschwanden segir að íþróttafólk ætti mun fremur að hafa áhyggjur af því að drekka of mikið og valda því að natríumstaða líkamans fari niður fyrir hættuleg mörk. Hún segir engan maraþon hlaupara hafa látist af völdum vessaþurrðar en frá árinu 1993 hafa hins vegar fimm maraþonhlauparar látist af völdum natríumskorts.Einföldu atriðin hafa mestu áhrifin Sjúkraþjálfarinn Björn Hákon Sveinsson deildi þessari grein Vox um bók Christie Aschwanden en hann segir í samtali við Vísi að einföldu atriðin í hegðunarmynstri fólks hafi oftast mestu áhrifin. Nefnir hann þar svefn, hvíld, fæðu og streitustjórnun sem eigi það til að gleymast. „Þetta eru grunnatriði í lífi flestra og því þykja þau kannski ekki nógu merkileg fyrir fólk sem stundar íþróttir eða hreyfingu af kappi til þess að stjórn þessara atriða fái nógu mikla athygli,“ segir Björn.Björn Hákon Sveinsson, sjúkraþjálfari.FBL/Anton BrinkLíkt og Aschwenden bendir á þá getur kæling eftir æfingar og keppnisleiki seinkað endurheimtarferli líkamans og þannig haft frekar slæm áhrif en góð. Björn er þessu sammála en segir þó að kælingin geti haft andleg og líkamleg vellíðunaráhrif sem skiljanlegt sé að fólk sækist í. „Jafnt toppíþróttafólk sem almenningur. Eins er sjálfsmynd okkar mjög háð því að ná tökum á nýjum og erfiðum athöfnum, ögrum okkur. Það gefur sjálfstrausti okkar óhemju mikið að sigrast á einhverju sem við töldum áður nánast ómögulegt. Þannig sýnum við vald okkar á líkamanum og það getur verið fólki ómetanlegt í streituvaldandi umhverfi nútímans.“
Heilsa Sundlaugar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira