Einu skrefi nær því að höfða mál gegn Remington vegna Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 23:50 Adam Lanza skaut 27 manns til bana í NewTown með AR-15 Bushmaster. AP/Jessica Hill Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira