Einu skrefi nær því að höfða mál gegn Remington vegna Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 23:50 Adam Lanza skaut 27 manns til bana í NewTown með AR-15 Bushmaster. AP/Jessica Hill Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira