James Milner skoraði eitt marka Liverpool í stórsigrinum á Leicester City, 0-4, í kvöld.
Liverpool er nú með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar. Þrátt fyrir það segir Milner að ekkert sé enn í hendi.
„Tímabilið er ekki einu sinni hálfnað,“ sagði Milner eftir leikinn á King Power-vellinum í kvöld.
„Svo margt getur gerst og breyst. En einn af styrkleikum þessa liðs er að við tökum einn leik fyrir í einu,“ bætti Milner við.
Næsti leikur Liverpool er gegn Wolves á Anfield á sunnudaginn kemur.