„Við erum að tala um litla ísöld“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:00 Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn. Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42