Hveitibrauðsdagar Solskjærs virtust engan enda ætla að taka en hann vann fyrstu níu leiki sína við stýrið hjá United, þar af vann hann Lundúnarliðin Arsenal, Chelsea og Tottenham öll á útivelli og kom United á ótrúlegan hátt í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Liðið hefur aftur á móti dalað undanfarnar vikur. Það er búið að tapa fyrir Arsenal og Barcelona og tvívegis fyrir Úlfunum bæði í deild og bikar. United er ekki lengur í bílstjórasætinu þegar kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Barcelona í kvöld.
- Is the honeymoon period over for Ole Gunnar Solskjaer at Manchester United?@GNev2 says it may not be such a bad thing for the new manager... pic.twitter.com/Gd0KcK98Xz
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2019
„Mér fannst alltaf réttur tími að tilkynna áframhaldandi veru hans í lok mars eða byrjun apríl því ef menn vildu halda Ole þurfti hann að fá tíma til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.“
„Ole lærir meira á þessum síðustu vikum tímabilsins um leikmenn sína heldur en hann gerði á fyrstu sex til átta vikunum þegar allt gekk upp. Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með liðinu á þeim tíma. Leikurinn gegn PSG var eitt besta kvöld sem ég hef átt sem stuðningsmaður Manchester United,“ sagði Gary Neville.