Jürgen Klopp vildi ekki mæta Porto í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:00 Jürgen Klopp í leik á móti Porto í Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Simon Stacpoole Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira