Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júní 2019 21:36 Rocco Morabito tókst að flýja ásamt þremur samföngum sínum úr fangelsi í Úrúgvæ. ASSOCIATED PRESS Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu. Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu.
Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira